halla birgisdóttir - myndskáld//pictorial storyteller
hæðir/lægðir
2018 - Blýantsteikningar á pappír, stórar blýantsteikningar og textar á vegg.

Um verkið: hæðir/lægðir eru hluti af samsýningunni Allra veðra von, þar sem listhópurinn IYFAC vann verk sín út frá hugmyndum um veður. Í sínu verki rannsakar Halla samræmi á milli tilfinninga og veðurs. Hvernig við tölum um veður, hvaða orð við notum og hvernig við notum sömu hugtökin til að átta okkur á hlutum sem eru ósýnilegir og erfiðir að átta sig á.
„Hugsanir hrannast upp. Þær eru eins og þrumuský, allt einhvernveginn reitir þær til reiði. Þunglyndi er lýst sjónrænt sem stögu rigningarskýi sem eltir eina ákveðna manneskju. Hvaða hugrenningatengsl myndar veður við tilfinningar? Stormsveipur, þokuslæðingur, haglél, heiðskýrt, skýjað með skúrum, slydda, logn, andvari.“
- halla birgisdóttir, myndskáld






Þessi rigning er endalaus


Hún er með belging
Hláka


Allt táknar eitthvað
Þessari tekst einhvernveginn alltaf að draga niður stemninguna

Stundum passar veðrið úti svo vel við veðrið inni
I'm a paragraph. Click here to add your own text and edit me. It's easy.

Sólskin allstaðar

Í sól langar hana að kaupa allt

Slydda í hjartanu

Geðshræring

Hún er í mikilli afneitun

Hún reynir að ná mynd af merkingunni

Langþreyttur

Hún er með rigningarsudda

Hún byggir varnarvegg

Skuggarnir hafa engin áhrif lengur

Hún er himintungl

Hvaða kenjar eru þetta í veðrinu?

Hún heldur að hún geti sungið

Fæðingarþunglyndi

Kolbikasvart

Hún var sett í skjól fyrir utanaðkomandi áreiti

Úrhelli

Sorti

Regnbogi

Allt virðist fullkomið

Skýrara en heiðskýrt

Hann veitir skjól

Tvíveðrungur

Hún heldur niðri í sér andanum

Óreiðan er úti og inni

Mamma, viltu taka eftir mér?