halla birgisdóttir - myndskáld//pictorial storyteller
Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftirá?
2013 - Blýantsteikningar á pappír, stór blýantsteikning og textar á vegg og kjóll.
Um verkið: Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftirá? byggir á eigin reynslu listamannsins af því að missa tökin á raunveruleikanum og fara í geðrof. Titill verksins veltir fyrir sér tilvist þess augnabliks sem geðsjúklingur eða aðstandendur hans átta sig á því að veikindin eru til staðar.
„Geðræn vandamál eru eitthvað sem fólk geymir oftast heima hjá sér. Ef þau væru t.d. kjóll, þá væru þau náttkjóll sem fólk klæddist einungis innanundir öðrum fötum og helst ekki þegar að það koma gestir. Stundum vex sjúkdómurinn á þann veg að það er ekki lengur hægt að fela hann. Er betra að fela hann hvort eð er?“
- halla birgisdóttir
Verkinu fylgdi gjörningur þar sem myndskáldið, klædd kjólnum, skrifaði texta beint á vegginn við hlið teikninganna. Gjörningurinn endaði með þvi að hún tók af sér kjólinn og skildi hann eftir.